Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 12:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?