Lokað verður áfram að gosstöðvunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2023 10:00 Gossvæðið við Litla-Hrút verður áfram lokað í dag. Vísir/Vilhelm Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að gosstöðvarnar verði áfram lokaðar til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Mikil mengun sé á svæðinu, ekki síst vegna gróðurelda sem hafa geisað undanfarna þrjá daga. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist því miður ekki geta tryggt öryggi þeirra sem fara inn á svæðið við þessar aðstæður. Veðrið sé með versta móti og mikil mengun á svæðinu. „Veður er svipað eins og það var í gær. Það er bálhvasst þarna upp frá og vindáttin er norðlæg þannig að gosreykur og reykur frá gróðureldum kemur inn á gönguleiðina,“ segir hann. Slökkvistarf gengið vel Slökkviliðsmenn í Grindavík og Landhelgisgæslan hafa unnið hörðum höndum að því að slökkva gróðurelda á gossvæðinu. Úlfar segir slökkvistarf hafa gengið vel en það þurfi að kortleggja betur útbreiðslu gróðureldanna. „Slökkviliðinu gekk ágætlega með sitt starf í gærkvöld og inn í nóttina. En við þurfum aftur á móti að fá gleggri yfirsýn yfir svæðið norðan við gosstöðvarnar. Við þurfum að nota daginn í það,“ segir Úlfar. Vinna gærdagsins fór í að laga gönguleiðina og þá ekki síst fyrir viðbragðsaðila segir Úlfar. Síðan sé verið að koma upp fleiri mælum á svæðinu og það nær gosstöðvunum. Gengið vel að halda gossvæðinu lokuðu Þrátt fyrir að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar hefur fjöldi fólks streymt þangað í von um sjá eldgosið. Úlfar segir það ekki hafa verið vandamál að fólk sé að smeygja sér framhjá lokunarpóstum lögreglunnar. „Ég held að það hafi örugglega ekki verið vandamál eftir lokun og í nótt. Ég myndi segja að það sé í lágmarki,“ segir Úlfar. Gosstöðvunum var fyrst lokað á fimmtudagsmorgun. Þær verða lokaðar áfram, allavega fram í fyrramálið. Ákvörðunin verður þá endurskoðuð á fundi viðbragsaðilaklukkan níu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira