Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júlí 2023 17:01 Fyrrverandi nágranni Elísabetar hefur þegar merkt stíginn. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. „Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann. Skipulag Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira