Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 21:12 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira