Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 07:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Sue Ogrocki Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Auk Trump voru átján aðrir kærðir í málinu. Ákæruliðir eru 41, þar af þrettán gegn Trump. Hann hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og í herferð hans hefur Bandaríkjunum verið lýst sem „marxísku þriðja heims ríki.“ Rannsókn Fani Willis, héraðssaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu, hófst skömmu eftir að upptaka birtist af símtali Trump til Brad Raffensberger, innanríkisráðherra í Georgíu, frá 2. janúar 2021. Trump lagði þar til að Raffensberger myndi finna 11.780 atkvæði, rétt svo nóg til að taka fram úr atkvæðafjölda Joe Biden. Biden vann Georgíuríki með 0,23 prósenta mun eða 11.779 atkvæðum. Það var lykilríki í kosningunum og var talið sveifluríki fyrir kosningarnar. Héraðssaksóknari Fulton-sýslu, Fani Willis, hefur ákært Trump og átján aðra fyrir fjölda brota.AP/Ben Gray Samsæri um að breyta niðurstöðum kosninganna Meðal meintra samverkamanna Trump í samsærinu eru Rudy Giulani, fyrrverandi lögmaður Trump; Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, og John Eastman, fyrrverandi lögfræðingur Hvíta hússins. Þá eru lögfræðingarnir Jenna Ellis og Sidney Powell ákærðar en þær höfðu mjög hátt um útbreidd kosningasvik. Rudy Giuliani hefur verið í innsta hring Trump og unnið sem lögfræðingur hans.AP/Jacquelyn Martin Ákæran telur 98 blaðsíður og þar segir að sakborningarnir hafi „vísvitandi og af ásettu ráði gengið til liðs við samsæri um að breyta kosninganiðurstöðum ólöglega Trump í hag.“ Meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að brjóta gegn lögum Georgíu um fjárglæfrar, hvetja opinberan starfsmann til að rjúfa eið, samsæri til fölsunar, falskar yfirlýsingar og skrif og vistun á fölskum skjölum. Fyrir að brjóta lög um fjárglæfrar, svokölluð RICO-lög (Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act), er hægt að fá allt að tuttugu ára fangelsisdóm. RICO-ákærur hafa gjarnan verið tengdar við mafíutengda glæpi þar sem hægt er að tengja undirmenn við skipanir frá hærra settum yfirmönnum. Eftir birtingu ákærunnar á mánudag greindi Willis frá því að hún ætlaði að gefa öllum sakborningunum tækifæri á að gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja fyrir 25. ágúst. Þá sagðist hún hyggjast rétta yfir öllum nítján sakborningunum í einu. Trump sem leiðir kapphlaupið um að verða næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur sagt að rannsókn Willis sé pólitísk. Í yfirlýsingu frá kosningaherferð Trump er Willis lýst sem „ofstækisfullum flokksmanni“ Demókrata sem hafi birt ákærurnar til að trufla kosningaherferð Trump og skaða orðspor hans.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01