Fá að skoða síma í þágu rannsóknar á hefndarklámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 11:48 Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þar sem heimiluð var rannsókn á efni farsíma manns sem lagt var hald á í þágu rannsóknar á hefndarklámi. Maðurinn skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. ágúst síðastliðinn þar sem hann freistaði þess að fá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hnekkt. Var þar fallist á að lögreglu væri heimilt að rannsaka efni farsímans. Í úrskurðinum kemur fram að rannsókn snúi að mögulegu broti gegn 199. grein a hegningarlaga sem kveður á um bann við dreifingu kynferðislegs myndefnis af öðrum manni án hans samþykkis. Í málinu liggur fyrir skáskot úr síma brotaþola þar sem notandinn, sem er merktur „X“ í úrskurðinum, sendir henni svohljóðandi skilaboð: „þú ert búin að vera með þessum stórkostlega manni síðan 198X ætla að senda honum skilaboðin okkar og myndböndin þar sem þú ert að fróa þér á morgun.... [...] verði ykkur að góðu [...] láttu þig bara hlakka til“. Maðurinn neitaði við skýrslutöku að hafa tekið upp eða fengið sent kynferðislegt myndefni af brotaþola. Þá hafi hann ekki munað eftir fyrrgreindu samtali og væri ekki viss um að hann hafi rætt við brotaþola en að ljósmyndin sem fylgdi notandanum „X“ væri vissulega af honum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar liggur fyrir að maðurinn og brotaþoli hafi lengi þekkst og átt í samskiptum. Samkvæmt framansögðu var rökstuddur grunur talinn fyrir hendi um að maðurinn hafi gerst sekur um brot sem varðað geti fangelsisrefsinu. Því var fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum og úrskurður héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Maðurinn skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. ágúst síðastliðinn þar sem hann freistaði þess að fá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness hnekkt. Var þar fallist á að lögreglu væri heimilt að rannsaka efni farsímans. Í úrskurðinum kemur fram að rannsókn snúi að mögulegu broti gegn 199. grein a hegningarlaga sem kveður á um bann við dreifingu kynferðislegs myndefnis af öðrum manni án hans samþykkis. Í málinu liggur fyrir skáskot úr síma brotaþola þar sem notandinn, sem er merktur „X“ í úrskurðinum, sendir henni svohljóðandi skilaboð: „þú ert búin að vera með þessum stórkostlega manni síðan 198X ætla að senda honum skilaboðin okkar og myndböndin þar sem þú ert að fróa þér á morgun.... [...] verði ykkur að góðu [...] láttu þig bara hlakka til“. Maðurinn neitaði við skýrslutöku að hafa tekið upp eða fengið sent kynferðislegt myndefni af brotaþola. Þá hafi hann ekki munað eftir fyrrgreindu samtali og væri ekki viss um að hann hafi rætt við brotaþola en að ljósmyndin sem fylgdi notandanum „X“ væri vissulega af honum. Samkvæmt úrskurði Landsréttar liggur fyrir að maðurinn og brotaþoli hafi lengi þekkst og átt í samskiptum. Samkvæmt framansögðu var rökstuddur grunur talinn fyrir hendi um að maðurinn hafi gerst sekur um brot sem varðað geti fangelsisrefsinu. Því var fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira