Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 10:27 Rubiales þegar hann ávarpaði aukaþing spænska knattspyrnusambandsins fyrir helgi. AP/Spænska knattspyrnusambandið/Europa Press Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast. Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) setti Rubiales í níutíu daga bann á meðan aganefnd þess rannsakar framferði hans þegar hann kyssti Jenni Hermoso á munni eftir sigur Spánverja á Englendingum um þarsíðustu helgi. Rubiales sást einnig grípa um klof sér í heiðursstúku á leikvanginum nærri spænsku drottningunni og unglingsdóttur hennar. Rubiales segir að kossinn hafi verið með samþykki Hermoso og þvertekur fyrir að segja af sér þrátt fyrir háværa gagnrýni og þrýsting frá spænskum stjórnvöldum, leikmönnum, knattspyrnuliðum og stjórnendum þeirra. Leikmenn landsliðsins segjast ekki ætla að keppa fyrir hönd Spánar á meðan Rubiales er forseti knattspyrnusambandsins. Forsetinn segist vera fórnarlamb „nornaveiða“ og „falskra femínista.“ Hann nýtur stuðnings knattspyrnusambandsins sem hefur jafnvel hótað Hermoso málsókn fyrir að styðja ekki forsetann. Fjöldi þjálfara og starfsmanna kvennalandsliða Spánar sögðu af sér eftir að Rubiales neitaði að stíga til hliðar. Eitthvað virðist þó tekið að fjara undan stuðningi við Rubiales innan knattspyrnusambandsins. Spænskir fjölmiðlar segja að forsetar héraðssambanda kalli nú eftir afsögn Rubiales eftir fimm klukkustunda maraþonfund í gær. Jenni Hermoso í leik með Spáni á HM.AP/John Cowpland Hefja ekki fulla rannsókn nema Hermoso kæri sjálf Saksóknarar við landsdóm Spánar sögðu í gær að þeir hefðu hafið bráðabirgðarannsókn á máli Rubiales eftir að þeim bárust sex kærur frá einstaklingum og samtökum. Spænska blaðið El País segir saksóknarana þó trega til að hefja fulla rannsókn á málinu ef Hermoso kýs að kæra ekki sjálf. Henni verður boðið að leggja fram formlega kæru. Hún hefur fimmtán daga til þess. Hermoso lýsti því að hún hefði upplifað sig fórnarlamb árásar forsetans. Kossinn hefði alls ekki verið með samþykki hennar. Þá segir hún að knattspyrnusambandið hafi beitt sig þrýstingi til þess að styðja frásögn Rubiales af kossinum en einnig ættingja hennar og vini, að því er segir í frétt spænska íþróttadagblaðsins Marca. Lýsingar Rubiales eigi ekki við nein rök að styðjast.
Spánn Erlend sakamál Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11 Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01 Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29 Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sjá meira
Knattspyrnusamband Spánar biður forseta sambandsins að segja af sér Knattspyrnusamband Spánar, RFEF, hefur beðið forseta sambandsins, Luis Rubiales, um að segja af sér vegna hegðunar hans. 28. ágúst 2023 21:11
Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistaradeildinni vegna Rubiales-hneykslisins Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 28. ágúst 2023 14:01
Mamma Rubiales í hungurverkfalli í kirkju Þegar málið með Luis Rubiales virtist ekki geta orðið skrítnara varð það skrítnara. Móðir hans hefur nefnilega blandast í málið. 28. ágúst 2023 10:29
Leikmenn og stuðningsmenn sýndu Hermoso stuðning Leikmenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða um alla Evrópu sýndu Jenni Hermoso, leikmanni heimsmeistara Spánar, stuðning í verki í leikjum helgarinnar eftir að Hermosofékk óumbeðinn rembingskoss frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. 28. ágúst 2023 09:31