Afskræmd umfjöllun um áhrif hvala í tengslum við loftslagsmálin Hópur vistfræðinga skrifar 31. ágúst 2023 11:00 Samkvæmt stöðu þekkingar sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan fjölda alþjóðlegra rannsókna vitum við að hvalir og önnur stór sjávardýr hafa vistmótandi áhrif á umhverfi sitt. Þeir styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði vistkerfa. Dæmi um það er eftirfarandi: Ferðalög hvalanna og aðferðir við fæðuöflun, t.d. með róti á sjávarbotni eða rekstri á fæðutorfum upp að yfirborðinu, sem gerir öðrum dýrum kleift að nálgast annars óaðgengilega fæðu. Flutning næringarefna upp að yfirborði sjávar með úrgangi sem eykur ljóstillífun þörunga (og um leið kolefnisbindingu) sem jafnframt nýtist smærri dýrum sem nærast á lífrænum leifum í úrgangi hvalanna. Flutningur á kolefni og næringu til sjávarbotns með hvalahræjum. Á líkamsleifum hvala myndast tímabundin vistkerfi er þau falla niður á sjávarbotninn. Í djúpsjó er jafnframt að finna lífverur hverra lífsferlar og lífshættir eru aðlagaðir að aðgengi að hræjum stórra sjávardýra, líkt og hvala. Með hræjunum flyst talsvert magn næringar niður á hafsbotn þar sem framleiðsla á lífmassa er að jafnaði afar lítil. Þegar einstaka hlutar vistkerfisins eru teknir úr samhengi Til að hafa áhrif á skoðanir fólks á tilteknum málaflokkum er því miður ósjaldan að órökstuddar staðhæfingar séu lagðar fram til að styðja ákveðinn málstað. Dæmi um slíkt er nýleg tilraun greinahöfunda Morgunblaðsins um að sannfæra lesendur um gagnsemi hvalveiða, sjá hér: https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/08/15/veidibann_gegn_loftslagsmarkmidum/?fbclid=IwAR092M5u7SAUAy_XMqmsdDMz4wK6J8sD9qPm7QgYIIVkRmKZdl56GrG2QJg. https://www.mbl.is/mogginn/bladid/netgreinar/innskraning/?redirect=/mogginn/bladid/netgreinar/2023/08/10/hvalveidar_draga_ur_losun_koltvisyrings/%3F_t%3D1693415492.3345451 Þar fullyrða þeir að grisjun í stofnum langreyða muni hjálpa við að ná markmiðum Íslands um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Gamla mýtan um að hvalirnir éti allan fiskinn er kolfallinn og því virðast menn leita að nýjum rökum. Í fyrrgreindum innsendum greinum til Morgunblaðsins er stuðst við óritrýnd skrif efnafræðings, Guðjóns Atla Auðunssonar, á heimasíðu hans (gudjonatli.wordpress.com), þar sem tíundað er hversu smávægilegt framlag einnar langreyðar og svo langreyðastofnsins við Ísland er í stóra samhenginu hvað varðar kolefnisbindingu og dreifingu á næringarefnum í efri lögum sjávar. Áherslur í skrifum Guðjóns eru vafalaust svar við fjölda útgefinna ritrýndra greina þar sem vísindafólk skýrir frá ítarlegum rannsóknum á mögulegu framlagi hvala og fleiri sjávarlífvera í vistkerfum sjávar. Þar sammælist langflest vísindafólk um það að framlag stórra og langlífra dýra eins og hvala í vistkerfum hafsins sé gífurlega mikilvægt og stuðli að heilbrigði sjávarvistkerfa. Ný samantekt á stöðu þeirrar þekkingar má lesa í skýrslunni „Hvalir í vistkerfum hafsins” á síðu Matvælaráðuneytisins. Sem dæmi ýta hvalir frekar undir stöðugleika vistkerfa með því að draga úr miklum sveiflum í lífmassaframleiðslu á fæðusvæðum sínum. Þekking vísindasamfélagsins á framlagi hvala til kolefnisbindingar er þó enn bundin mikilli óvissu vegna skorts á mælanlegum gögnum. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að miðað við flest önnur sjávardýr þá er framlag hvala til bindingar kolefnis hlutfallslega hátt. Að skilja að fullu og hvað þá magngreina hin fjölbreyttu gangverk vistkerfa og áhrif tiltekinna tegunda á aðrar tegundir er ákaflega flókið. Ástæðan er sú að áhrif einnar tegundar geta verið svo ótrúlega fjölbreytt og ná oftast til fjölda lífvera. Því er ekki óalgengt að hagsmunaaðilar leiti oft einfaldra útskýringa málstað sínum til stuðnings, útskýringa sem oftast nær gefa alranga mynd af raunveruleikanum. Í skrifum sínum fellur efnafræðingurinn Guðjón í þá gryfju að taka út úr vistfræðilegu samhengi tvo afmarkaða þætti í líkamsstarfsemi einnar dýrategundar. Þessir þættir voru annars vegar kolefnisbinding og hins vegar næringarefnadreifing langreyðarinnar. Í skrifunum misferst alfarið að fjalla um aðrar lífverur sem eiga í hlut og víxl- og gagnverkanir á milli þeirra eða tengsl við ólífræna þætti umhverfisins. Greinahöfundar í Morgunblaðinu taka ályktanir Guðjóns gagnrýnislaust upp og bera á borð lesenda Morgunblaðsins, líklega til að sækjast eftir stuðningi við hvalveiðar. Efnafræðingurinn skoðar þættina tvo sem sjálfstæða og hvorki m.t.t. til uppsafnaðra áhrifa allra annarra hvalategunda við Ísland né með tilliti til annarra áhrifa sem langreyðar hafa á vistkerfi sjávar. Með þeirri aðferð dæmir hann því framlag og áhrif tegundarinnar í vistkerfinu marklaust. Þegar afmarkað framlag einnar tegundar, hvað þá eins einstaklings innan tegundar, er tekið úr vistfræðilegu samhengi getur framlagið jú virst lítilfjörlegt í stóra samhenginu. Því er dregið í efa að einstaka langreyður leggi mikið af mörkum til vistkerfis síns. Réttara er að tala um samfélag hvala í slíkum samantektum, ekki einn einstakling, því einstaklingurinn hverfur fljótt í fjöldann. Þannig er mál með vexti að í úrgangi hvala er töluvert magn niturs, en það er næringarefni sem svifþörungar þurfa til vaxtar og viðhalds. Það sem við vitum er að framboð næringarefna eins og niturs virðist vera nægt við Ísland að vetrarlagi vegna blöndunar sjávar og þar sem frumframleiðendur eru ekki virkir á þeim tíma. Hér verður sjórinn svo aftur næringarefnasnauður að loknum vorblóma þegar svifþörungar hafa nýtt nitrið og önnur næringarefni. Frumniðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til að áhrifin af auknu aðgengi að næringarefnum að sumri í gegnum úrgangslosun hvala á virkni svifþörunga séu marktæk, en það kemur ekki fram í umfjöllun Guðjóns. Þess ber að nefna að í umfjölluninni er höfundi jafnframt tíðrætt hversu vel hvalahræin séu nýtt á hafsbotni og því sé kolefnisbindingin í raun ekki mikil. Það sem kemur ekki fram er að með nýtingu lífvera á hafsbotni á hvalaleifum, sem þangað falla, flyst orkan og kolefnið sem var í hvalaskrokkunum inn í fæðuvef djúpsjávar. Þar sem sá fæðuvefur er nokkuð aðskilin fæðuvefum í efri lögum sjávar dregur djúpsjávarfæðuvefurinn úr því að kolefnið losni sem koltvísýringur út í kolefnishringrás andrúmsloftsins og efra borðs sjávar. Rétt er að benda á varðandi mikilvægi hvalahræja á botni sjávar, að til eru margar tegundir sjávarhryggleysingja í djúpsjó sem eru háðar hvalahræjum til að taka út þroska sinn og ljúka lífsferli sínum. Þær eru því sérstaklega aðlagaðar að því að nýta þá orkuuppsprettu sem hvalahræin eru. Það sem langreyðar eru sakaðar um í umræddum skrifum efnafræðingsins og í greinum Morgunblaðsins er að þær andi frá sér óhóflega miklu af koltvísýringi og stuðli þannig að aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ef við stöldrum hér aðeins við og setjum hlutina í samhengi með því að rifja upp eitt andartak úr hverju lífríki jarðar er samsett! AKKÚRAT. Þá er það jú samsett úr lífverum sem anda frá sér koltvísýringi, lífverum sem nýta þennan koltvísýring til frumframleiðslu (ljóstillífunar) og svo ýmsum örverum sem ýmist stunda ljóstillífun, nýta önnur efnasambönd til bruna eða stunda frumframleiðslu með efnatillífun. Ef við einbeitum okkur að koltvísýringsspúandi lífverum jarðar þá eru það jú langreyðar og allar hinar dýrategundirnar sem anda frá sér koltvísýringi og prumpa frá sér metani. Þetta gera örverur og sveppir líka; sem sagt losa gróðurhúsalofttegundir með bruna. Meira að segja plöntur losa frá sér koltvísýring ef út í það er farið. Fyrir upphaf iðnbyltingarinnar var losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á jörðinni í nokkuð góðu jafnvægi við bindingu kolefnis bæði fyrir tilstuðlan ljóstillífandi lífvera en einnig náttúrulegrar bindingar kolefnis í jörðu og djúpsjó. Eftir iðnbyltinguna hefur þetta jafnvægi raskast stórkostlega og í vellystingum okkar snúumst við í hringi í kringum okkur sjálf og veltum vöngum yfir því hvernig sé best að draga úr þessum áhrifum og verða betri íbúar jarðar. En við eigum erfitt með að gefa upp þægindin auðvitað. Það er deginum ljósara að athafnir okkar mannfólksins eru ástæða þess gífurlega umfram magns koltvísýrings sem velkist um í lofthjúpnum og er tilkominn vegna bruna okkar á jarðefnaeldsneyti, þær eru ástæða búsvæðaeyðingar, mengunar, flutnings framandi ágengra tegunda milli svæða og ofnýtingar villtra stofna. Þetta allt leiðir svo til algers hruns á líffræðilegri fjölbreytni jarðar. Vegna allra þessara athafna okkar er lífmassi villtra spendýra kominn niður í 4% af heildinni á meðan mannkynið telur um 34% og búfénaðurinn okkar 62%. Hvalveiðar geta ekki talist framlag til kolefnishlutleysis. Nýting náttúruauðlinda verður að vera sjálfbær eigi hún að vera réttlætanleg. Fæðuvefur og vistkerfi sjávar er flókið og ekki er hægt að handvelja einstaka þætti úr þeim flókna lífsins vef til að rökstyðja veiðar einstakra tegunda. Taka þarf tillit til vistkerfisins alls þegar áhrifin eru metin. Fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands: Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Starri Heiðmarsson, líffræðingur (Ph.D) Filipa Samarra, líffræðingur (Ph.D) Isabel Barrio, líffræðingur (Ph.D) Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Fyrir hönd Náttúruminjasafns Íslands: Hilmar Malmquist, líffræðingur (Ph.D) Fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands: Guðmundur Árni Þórisson, líffræðingur (Ph.D) Ásthildur Erlingsdóttir, doktorsnemi í líffræði Hermann Kári Hannesson, líffræðinemi Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Kalina H. Kapralova, líffræðingur (Ph.D) Aðrir: Joe Roman, líffræðingur (Ph.D) við Háskólann í Vermont Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Vísindi Loftslagsmál Hvalveiðar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stöðu þekkingar sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan fjölda alþjóðlegra rannsókna vitum við að hvalir og önnur stór sjávardýr hafa vistmótandi áhrif á umhverfi sitt. Þeir styrkja vistferla og stuðla að heilbrigði vistkerfa. Dæmi um það er eftirfarandi: Ferðalög hvalanna og aðferðir við fæðuöflun, t.d. með róti á sjávarbotni eða rekstri á fæðutorfum upp að yfirborðinu, sem gerir öðrum dýrum kleift að nálgast annars óaðgengilega fæðu. Flutning næringarefna upp að yfirborði sjávar með úrgangi sem eykur ljóstillífun þörunga (og um leið kolefnisbindingu) sem jafnframt nýtist smærri dýrum sem nærast á lífrænum leifum í úrgangi hvalanna. Flutningur á kolefni og næringu til sjávarbotns með hvalahræjum. Á líkamsleifum hvala myndast tímabundin vistkerfi er þau falla niður á sjávarbotninn. Í djúpsjó er jafnframt að finna lífverur hverra lífsferlar og lífshættir eru aðlagaðir að aðgengi að hræjum stórra sjávardýra, líkt og hvala. Með hræjunum flyst talsvert magn næringar niður á hafsbotn þar sem framleiðsla á lífmassa er að jafnaði afar lítil. Þegar einstaka hlutar vistkerfisins eru teknir úr samhengi Til að hafa áhrif á skoðanir fólks á tilteknum málaflokkum er því miður ósjaldan að órökstuddar staðhæfingar séu lagðar fram til að styðja ákveðinn málstað. Dæmi um slíkt er nýleg tilraun greinahöfunda Morgunblaðsins um að sannfæra lesendur um gagnsemi hvalveiða, sjá hér: https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/08/15/veidibann_gegn_loftslagsmarkmidum/?fbclid=IwAR092M5u7SAUAy_XMqmsdDMz4wK6J8sD9qPm7QgYIIVkRmKZdl56GrG2QJg. https://www.mbl.is/mogginn/bladid/netgreinar/innskraning/?redirect=/mogginn/bladid/netgreinar/2023/08/10/hvalveidar_draga_ur_losun_koltvisyrings/%3F_t%3D1693415492.3345451 Þar fullyrða þeir að grisjun í stofnum langreyða muni hjálpa við að ná markmiðum Íslands um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Gamla mýtan um að hvalirnir éti allan fiskinn er kolfallinn og því virðast menn leita að nýjum rökum. Í fyrrgreindum innsendum greinum til Morgunblaðsins er stuðst við óritrýnd skrif efnafræðings, Guðjóns Atla Auðunssonar, á heimasíðu hans (gudjonatli.wordpress.com), þar sem tíundað er hversu smávægilegt framlag einnar langreyðar og svo langreyðastofnsins við Ísland er í stóra samhenginu hvað varðar kolefnisbindingu og dreifingu á næringarefnum í efri lögum sjávar. Áherslur í skrifum Guðjóns eru vafalaust svar við fjölda útgefinna ritrýndra greina þar sem vísindafólk skýrir frá ítarlegum rannsóknum á mögulegu framlagi hvala og fleiri sjávarlífvera í vistkerfum sjávar. Þar sammælist langflest vísindafólk um það að framlag stórra og langlífra dýra eins og hvala í vistkerfum hafsins sé gífurlega mikilvægt og stuðli að heilbrigði sjávarvistkerfa. Ný samantekt á stöðu þeirrar þekkingar má lesa í skýrslunni „Hvalir í vistkerfum hafsins” á síðu Matvælaráðuneytisins. Sem dæmi ýta hvalir frekar undir stöðugleika vistkerfa með því að draga úr miklum sveiflum í lífmassaframleiðslu á fæðusvæðum sínum. Þekking vísindasamfélagsins á framlagi hvala til kolefnisbindingar er þó enn bundin mikilli óvissu vegna skorts á mælanlegum gögnum. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að miðað við flest önnur sjávardýr þá er framlag hvala til bindingar kolefnis hlutfallslega hátt. Að skilja að fullu og hvað þá magngreina hin fjölbreyttu gangverk vistkerfa og áhrif tiltekinna tegunda á aðrar tegundir er ákaflega flókið. Ástæðan er sú að áhrif einnar tegundar geta verið svo ótrúlega fjölbreytt og ná oftast til fjölda lífvera. Því er ekki óalgengt að hagsmunaaðilar leiti oft einfaldra útskýringa málstað sínum til stuðnings, útskýringa sem oftast nær gefa alranga mynd af raunveruleikanum. Í skrifum sínum fellur efnafræðingurinn Guðjón í þá gryfju að taka út úr vistfræðilegu samhengi tvo afmarkaða þætti í líkamsstarfsemi einnar dýrategundar. Þessir þættir voru annars vegar kolefnisbinding og hins vegar næringarefnadreifing langreyðarinnar. Í skrifunum misferst alfarið að fjalla um aðrar lífverur sem eiga í hlut og víxl- og gagnverkanir á milli þeirra eða tengsl við ólífræna þætti umhverfisins. Greinahöfundar í Morgunblaðinu taka ályktanir Guðjóns gagnrýnislaust upp og bera á borð lesenda Morgunblaðsins, líklega til að sækjast eftir stuðningi við hvalveiðar. Efnafræðingurinn skoðar þættina tvo sem sjálfstæða og hvorki m.t.t. til uppsafnaðra áhrifa allra annarra hvalategunda við Ísland né með tilliti til annarra áhrifa sem langreyðar hafa á vistkerfi sjávar. Með þeirri aðferð dæmir hann því framlag og áhrif tegundarinnar í vistkerfinu marklaust. Þegar afmarkað framlag einnar tegundar, hvað þá eins einstaklings innan tegundar, er tekið úr vistfræðilegu samhengi getur framlagið jú virst lítilfjörlegt í stóra samhenginu. Því er dregið í efa að einstaka langreyður leggi mikið af mörkum til vistkerfis síns. Réttara er að tala um samfélag hvala í slíkum samantektum, ekki einn einstakling, því einstaklingurinn hverfur fljótt í fjöldann. Þannig er mál með vexti að í úrgangi hvala er töluvert magn niturs, en það er næringarefni sem svifþörungar þurfa til vaxtar og viðhalds. Það sem við vitum er að framboð næringarefna eins og niturs virðist vera nægt við Ísland að vetrarlagi vegna blöndunar sjávar og þar sem frumframleiðendur eru ekki virkir á þeim tíma. Hér verður sjórinn svo aftur næringarefnasnauður að loknum vorblóma þegar svifþörungar hafa nýtt nitrið og önnur næringarefni. Frumniðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til að áhrifin af auknu aðgengi að næringarefnum að sumri í gegnum úrgangslosun hvala á virkni svifþörunga séu marktæk, en það kemur ekki fram í umfjöllun Guðjóns. Þess ber að nefna að í umfjölluninni er höfundi jafnframt tíðrætt hversu vel hvalahræin séu nýtt á hafsbotni og því sé kolefnisbindingin í raun ekki mikil. Það sem kemur ekki fram er að með nýtingu lífvera á hafsbotni á hvalaleifum, sem þangað falla, flyst orkan og kolefnið sem var í hvalaskrokkunum inn í fæðuvef djúpsjávar. Þar sem sá fæðuvefur er nokkuð aðskilin fæðuvefum í efri lögum sjávar dregur djúpsjávarfæðuvefurinn úr því að kolefnið losni sem koltvísýringur út í kolefnishringrás andrúmsloftsins og efra borðs sjávar. Rétt er að benda á varðandi mikilvægi hvalahræja á botni sjávar, að til eru margar tegundir sjávarhryggleysingja í djúpsjó sem eru háðar hvalahræjum til að taka út þroska sinn og ljúka lífsferli sínum. Þær eru því sérstaklega aðlagaðar að því að nýta þá orkuuppsprettu sem hvalahræin eru. Það sem langreyðar eru sakaðar um í umræddum skrifum efnafræðingsins og í greinum Morgunblaðsins er að þær andi frá sér óhóflega miklu af koltvísýringi og stuðli þannig að aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ef við stöldrum hér aðeins við og setjum hlutina í samhengi með því að rifja upp eitt andartak úr hverju lífríki jarðar er samsett! AKKÚRAT. Þá er það jú samsett úr lífverum sem anda frá sér koltvísýringi, lífverum sem nýta þennan koltvísýring til frumframleiðslu (ljóstillífunar) og svo ýmsum örverum sem ýmist stunda ljóstillífun, nýta önnur efnasambönd til bruna eða stunda frumframleiðslu með efnatillífun. Ef við einbeitum okkur að koltvísýringsspúandi lífverum jarðar þá eru það jú langreyðar og allar hinar dýrategundirnar sem anda frá sér koltvísýringi og prumpa frá sér metani. Þetta gera örverur og sveppir líka; sem sagt losa gróðurhúsalofttegundir með bruna. Meira að segja plöntur losa frá sér koltvísýring ef út í það er farið. Fyrir upphaf iðnbyltingarinnar var losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið á jörðinni í nokkuð góðu jafnvægi við bindingu kolefnis bæði fyrir tilstuðlan ljóstillífandi lífvera en einnig náttúrulegrar bindingar kolefnis í jörðu og djúpsjó. Eftir iðnbyltinguna hefur þetta jafnvægi raskast stórkostlega og í vellystingum okkar snúumst við í hringi í kringum okkur sjálf og veltum vöngum yfir því hvernig sé best að draga úr þessum áhrifum og verða betri íbúar jarðar. En við eigum erfitt með að gefa upp þægindin auðvitað. Það er deginum ljósara að athafnir okkar mannfólksins eru ástæða þess gífurlega umfram magns koltvísýrings sem velkist um í lofthjúpnum og er tilkominn vegna bruna okkar á jarðefnaeldsneyti, þær eru ástæða búsvæðaeyðingar, mengunar, flutnings framandi ágengra tegunda milli svæða og ofnýtingar villtra stofna. Þetta allt leiðir svo til algers hruns á líffræðilegri fjölbreytni jarðar. Vegna allra þessara athafna okkar er lífmassi villtra spendýra kominn niður í 4% af heildinni á meðan mannkynið telur um 34% og búfénaðurinn okkar 62%. Hvalveiðar geta ekki talist framlag til kolefnishlutleysis. Nýting náttúruauðlinda verður að vera sjálfbær eigi hún að vera réttlætanleg. Fæðuvefur og vistkerfi sjávar er flókið og ekki er hægt að handvelja einstaka þætti úr þeim flókna lífsins vef til að rökstyðja veiðar einstakra tegunda. Taka þarf tillit til vistkerfisins alls þegar áhrifin eru metin. Fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands: Edda Elísabet Magnúsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Starri Heiðmarsson, líffræðingur (Ph.D) Filipa Samarra, líffræðingur (Ph.D) Isabel Barrio, líffræðingur (Ph.D) Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Fyrir hönd Náttúruminjasafns Íslands: Hilmar Malmquist, líffræðingur (Ph.D) Fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands: Guðmundur Árni Þórisson, líffræðingur (Ph.D) Ásthildur Erlingsdóttir, doktorsnemi í líffræði Hermann Kári Hannesson, líffræðinemi Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur (Ph.D) Kalina H. Kapralova, líffræðingur (Ph.D) Aðrir: Joe Roman, líffræðingur (Ph.D) við Háskólann í Vermont
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun