„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 10:39 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir segir stöðuna í leikskólamálum ekki góða. vísir/egill Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt. Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt.
Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira