„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 10:39 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir segir stöðuna í leikskólamálum ekki góða. vísir/egill Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt. Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt.
Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira