Rekstrarhalli Kópavogs tæplega tvöfalt meiri en spáð var Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 14:20 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira