Krefjast fyrirvara ef átt er við hljóð eða mynd í kosningaauglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 14:38 Merki Google á snjallsímaskjá. Fyrirtækið ætlar að auka gegnsæi í kosningaauglýsingum með því að gera kröfur um að áhorfendur séu upplýstir um að gervigreind sé notuð til þess að eiga við mynd eða hljóð. AP/Matt Slocum Tæknirisinn Google ætlar að skikka þá sem kaupa kosningaauglýsingar á Google eða Youtube til þess að merkja þær skilmerkilega ef átt er við hljóð eða myndefni með gervigreind í þeim. Gervigreindarmyndefni er þegar byrjað að birtast í kosningaauglýsingum vestanhafs. Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Breytingar sem Google segist ætla að gera á notendaskilmálum leitarvélarinnar og myndbandasíðunnar Youtube í nóvember fela það í sér að auglýsendur verða að gera áhorfendum morgunljóst að átt hafi verið við myndefni. Fyrirvara um það verði að setja á áberandi stað í auglýsingarnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Tækni sem byggist á gervigreind hefur gert það enn auðveldara áður að búa til falsaðar myndir, myndbönd og hljóðbúta. Falsanir sem gervigreindarforrit búa til þykja meira sannfærandi en þær sem þekkst hafa til þessa í kosningaauglýsingum í Bandaríkjunum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins birti auglýsingu í apríl sem byggðist alfarið á myndefni sem gervigreindarefni bjó til. Það átti að sýna hvernig Bandaríkin litu út í framtíðinni ef Joe Biden næði endurkjöri. Þar sáust brynvarðir herbílar á götum úti, gluggar verslana sem búið var að byrgja fyrir og innrás innflytjenda. Ron DeSantis, einn frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, lét gervigreind búa til myndir af Donald Trump faðma Anthony Fauci, fyrrverandi yfirmann sóttvarna í Bandaríkjunum, innilega í auglýsingu sem hann birti í júní. Fauci var andlit sóttvarna í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir vikið grýla á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hann hefur sætt hatrömmum árásum Trump og stuðningsmanna hans, jafnvel líflátshótunum. Nokkur ríki hafa þegar samþykkt lög um tækni sem er notuð til þess að búa til sannfærandi falsanir á myndefni. Sumir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa einnig lýst áhuga á því að semja lög um blekkingar með gervigreindartólum. Alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna vinnur nú að reglum um blekkjandi myndefni sem er framleitt með gervigreind í kosningaauglýsingum fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram á næsta ári.
Google Gervigreind Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira