Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 19:10 Danny Masterson var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum. AP/Wade Payne Danny Masterson, leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That ´70 Show, hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Masterson var sakfelldur í vor fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira