Djokovic valtaði yfir Shelton og hermdi eftir fagni hans Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 08:01 Novak Djokovic er kominn í úrslit opna bandaríska meistaramótsins. Vísir/Getty Novak Djokovic tryggði sér í gærkvöldi sæti í sínum tíunda úrslitaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hundraðasti leikur Djokovic á mótinu frá upphafi. Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“ Tennis Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Novak Djokovic er sigursælasti tennisleikmaður sögunnar en hann hefur unnið tuttugu og þrjá risatitla á ferlinum og unnið sigur í öllum fjórum risamótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Í gærkvöldi mætti hann heimamanninum Ben Shelton á Arthur-Ashe leikvanginum í New York og sigur hans var feykilega öruggur. Hann vann leikinn 3-0, fyrsta settið 6-3, annað settið 6-2 og þriðja settið 7-6. Þetta er í tíunda sinn sem Djokovic tryggir sér sæti í úrslitum opna bandaríska mótsins en hann hefur staðið uppi sem sigurvegari á mótinu, síðast árið 2018. FINALS #USOpen pic.twitter.com/9jRZafzHMo— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 8, 2023 Hann hefur komist í úrslit á öllum risamótum ársins. Hann vann sigur á opna ástralska og opna franska mótinu en tap hans gegn Carlos Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins kemur í veg fyrir að hann vinni sigur á öllum risamótum ársins en því afreki hefur hann aldrei náð. „Þetta eru leikirnir og augnablikin sem ég þrífst á, sem gefa mér kraftinn til að vakna upp á hverjum degi og leggja hart að mér,“ sagði Djokovic í viðtali eftir sigurinn í gærkvöldi. „Stórmótin eru mikilvægus og þau sem skipta mig mestu máli. Það leika gegn bandarískum leikmanni er aldrei auðvelt og ég varð að hafa stjórn á taugunum. Þetta var leikur sem gat farið hvernig sem var í þriðja settinu. Ég er mjög ánægður að hafa unnið í dag,“ sagði Djokovic þar að auki. Djokovic tekur upp tólið eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Nokkra athygli vakti að Djokovic hermdi eftir fagni sem Shelton sjálfur notaði eftir sigur sinn á Frances Tiafoe. Hann lék að hann tæki upp símtal með höndinni og skellti á. „Djokovic vildi sýna Shelton að nú sé búið að skella á hann, veislunni er lokið og tími til kominn fyrir þig að sýna aðeins meiri virðingu,“ sagði John McEnroe í útsendingu Eurosport. „Ég held þeir hafi ekki einu sinni talað við hvorn annan þegar þeir þökkuðu fyrir leikinn við netið eftir leik.“
Tennis Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira