Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 10:58 Dómurinn féll þann 11. september í Héraðsdómi Reykjaness, tuttugu mánuðum eftir að brotið var kært til lögreglu. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga. Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira