Hugar að andlega þættinum fyrir umspilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 11:00 Magnús Már Einarsson ætlar sér með Aftureldingu upp í efstu deild. Vísir/arnar Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar segir að það sé mikil trú í leikmannahópi liðsins fyrir komandi umspil um laust sæti í Bestudeildinni. Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“ Lengjudeild karla Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“
Lengjudeild karla Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira