„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 08:53 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni, sem var ákærður fyrir skipulagningu hryðjuverka. Vísir/Vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi sakbornings í svokölluðu hryðjuverkamáli, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar meðal annars eftir því að starfsemi ríkislögreglustjóra verði endurskoðuð frá grunni. Yfirlýsingin ber yfirskriftina „Hættustig hryðjuverka notað til að þrýsta á dómara“ og meðal annars vísað til viðtals við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem birtist á mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði Karl Steinar það vissulega koma til greina að lækka hættustig vegna hryðjuverka ef sakfellt yrði í hryðjuverkamálinu. „Það gæti alveg verið, eins og ég segi þá er þetta alveg lifandi plagg,“ sagði Karl Steinar. „Ríkislögreglustjóri virðist hafa meiri áhyggjur af því að halda ekki andliti og að þurfa að gleypa sín eigin stóryrði, frekar en að tveir ungir menn í blóma lífsins séu saklausir dæmdir í margra ára fangelsi. Hefur gripið um sig örvænting á lokastigi,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingu sinni. „Á vef Morgunblaðsins í gær, 24. september, gat að sjá ósvífna tilraun til þess að hafa áhrif á dómara þann sem hefur hryðjuverkamálið til meðferðar, þegar fulltrúi ríkislögreglustjóra lét hafa eftir sér að sakfelling í málinu myndi hjálpa til við að lækka aftur hættustigið. Virðist þetta hættustig vera skiptimynt.“ Sveinn Andri rekur lauslega tildrög málsins en umbjóðandi hans var handtekinn fyrir um ári síðan grunaður um að hafa þrívíddarprentað skotvopn og selt. Sveinn Andri gagnrýnir harðlega blaðamannafund lögreglu þar sem meðal annars kom fram að samfélagið væri nú öruggara eftir að mennirnir tveir hefðu verið handteknir. Að sögn Sveins Andra höfðu umbjóðandi hans og félagi viðhaft „öfgakennt orðfæri“, sem lögregla hefði túlkað sem áform um að fremja fjöldamorð. Segir hann marga lögreglumenn hins vegar hafa verið afar ósátta við blaðamannafund ríkislögreglustjóra og „yfirlýsingagleði“. Sveinn Andri segir rannsóknir lögreglu ekki hafa skotið stoðum undir málflutning hennar og að þvert á mat lögreglu og Europol að um væri að ræða „stórhættulega hryðjuverkamenn“, eins og hann kemst að orði, hefði einn reyndasti geðlæknir landsins komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af mönnunum. „Þessi rýra uppskera rannsóknar lögreglu sézt bezt á því að tvímenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt af því sem lýst var yfir á blaðamannafundinum að þeir hefðu haft í undirbúningi, heldur aðeins var hið óvandaða orðfæri þeirra sagt í ákæru sýna ótvíræðan ásetning þeirra til að fremja einhver ótiltekin hryðjuverk. Áttu þeir að hafa ætlað að nota byssur sem læstar voru inni í skáp föður annars þeirra og þrívíddarprentaðar byssur sem þeir höfðu þá þegar selt,“ segir Sveinn Andri. Hann segir öfluga og góða lögreglu öllum samfélögum mikilvæg en á sama tíma þurfi þeir sem fara með löggæsluvaldið að valda starfi sínu, þannig að réttar ákvarðanir séu teknar í þágu borgara, borgaralegra réttinda gætt og að lögregla „gangi í takt við ákæruvald og dómsvald landsins“. „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla. Brýnasta verkefnið í dag er að endurskoða frá grunni starfsemi Ríkislögreglustjóra þannig að samfélag okkar verði öruggara en það er í dag,“ segir hann að lokum. Tengd skjöl Hættustig_hryðjuverka_misnotaðDOCX16KBSækja skjal Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Yfirlýsingin ber yfirskriftina „Hættustig hryðjuverka notað til að þrýsta á dómara“ og meðal annars vísað til viðtals við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón sem birtist á mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði Karl Steinar það vissulega koma til greina að lækka hættustig vegna hryðjuverka ef sakfellt yrði í hryðjuverkamálinu. „Það gæti alveg verið, eins og ég segi þá er þetta alveg lifandi plagg,“ sagði Karl Steinar. „Ríkislögreglustjóri virðist hafa meiri áhyggjur af því að halda ekki andliti og að þurfa að gleypa sín eigin stóryrði, frekar en að tveir ungir menn í blóma lífsins séu saklausir dæmdir í margra ára fangelsi. Hefur gripið um sig örvænting á lokastigi,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingu sinni. „Á vef Morgunblaðsins í gær, 24. september, gat að sjá ósvífna tilraun til þess að hafa áhrif á dómara þann sem hefur hryðjuverkamálið til meðferðar, þegar fulltrúi ríkislögreglustjóra lét hafa eftir sér að sakfelling í málinu myndi hjálpa til við að lækka aftur hættustigið. Virðist þetta hættustig vera skiptimynt.“ Sveinn Andri rekur lauslega tildrög málsins en umbjóðandi hans var handtekinn fyrir um ári síðan grunaður um að hafa þrívíddarprentað skotvopn og selt. Sveinn Andri gagnrýnir harðlega blaðamannafund lögreglu þar sem meðal annars kom fram að samfélagið væri nú öruggara eftir að mennirnir tveir hefðu verið handteknir. Að sögn Sveins Andra höfðu umbjóðandi hans og félagi viðhaft „öfgakennt orðfæri“, sem lögregla hefði túlkað sem áform um að fremja fjöldamorð. Segir hann marga lögreglumenn hins vegar hafa verið afar ósátta við blaðamannafund ríkislögreglustjóra og „yfirlýsingagleði“. Sveinn Andri segir rannsóknir lögreglu ekki hafa skotið stoðum undir málflutning hennar og að þvert á mat lögreglu og Europol að um væri að ræða „stórhættulega hryðjuverkamenn“, eins og hann kemst að orði, hefði einn reyndasti geðlæknir landsins komist að þeirri niðurstöðu að engin ógn stafaði af mönnunum. „Þessi rýra uppskera rannsóknar lögreglu sézt bezt á því að tvímenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt af því sem lýst var yfir á blaðamannafundinum að þeir hefðu haft í undirbúningi, heldur aðeins var hið óvandaða orðfæri þeirra sagt í ákæru sýna ótvíræðan ásetning þeirra til að fremja einhver ótiltekin hryðjuverk. Áttu þeir að hafa ætlað að nota byssur sem læstar voru inni í skáp föður annars þeirra og þrívíddarprentaðar byssur sem þeir höfðu þá þegar selt,“ segir Sveinn Andri. Hann segir öfluga og góða lögreglu öllum samfélögum mikilvæg en á sama tíma þurfi þeir sem fara með löggæsluvaldið að valda starfi sínu, þannig að réttar ákvarðanir séu teknar í þágu borgara, borgaralegra réttinda gætt og að lögregla „gangi í takt við ákæruvald og dómsvald landsins“. „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla. Brýnasta verkefnið í dag er að endurskoða frá grunni starfsemi Ríkislögreglustjóra þannig að samfélag okkar verði öruggara en það er í dag,“ segir hann að lokum. Tengd skjöl Hættustig_hryðjuverka_misnotaðDOCX16KBSækja skjal
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira