Ekki megi taka evruna út fyrir sviga Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 12:05 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra og formaður VG. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að upptaka evru leysi ekki öll vandamál Íslands. Henni fylgi allir kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið. Taka þurfi umræðuna heildstætt og ekki taka gjaldeyrismálin ein út fyrir sviga. Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín. Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Síðustu daga hafa ýmsir kallað eftir upptöku evrunnar, þar á meðal Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, en hann hefur í mörg ár verið talsmaður krónunnar. Það sem fékk hann til að skipta um skoðun var að eigin sögn okurvextir, verðtrygging og fákeppni sem bitni á neytendum og heimilum landsins. Greip formaður Viðreisnar orð Vilhjálms fyrr í vikunni og ræddi þau á þingi. Skoraði hún á ríkisstjórnina að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist skilja það að umræðan sé komin enn og aftur í gang, þá sérstaklega eftir að verðbólgan jókst enn og aftur í síðasta mánuði. „Ég vil bara minna á það að taka upp evru felur í sér stærri ákvörðun. Það snýst um að ganga í Evrópusambandið með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Ég held að það megi ekki einangra þetta mál eingöngu við gjaldmiðilinn. Við þurfum þá að taka umræðuna heildstætt hvað það felur í sér. Þar er nú mín afstaða óbreytt og minnar hreyfingar um að við teljum að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins,“ segir Katrín. Hún segir horfurnar í efnahagsmálum vera ágætar. „Áfram eru allar vísbendingar um að verðbólgan muni lækka á komandi mánuðum. Þannig ég vil ítreka það að ég tel að forsendur til þess að fara að lækka vexti muni skapast á næstu mánuðum eftir því sem verðbólgan fer niður,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira