Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. október 2023 22:49 Kósóvósk stjórnvöld segja mikla ógn stafa af viðveru serbneska hersins á landamærunum. getty Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið. Serbía Kósovó NATO Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið.
Serbía Kósovó NATO Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira