Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 14:59 Formaður nefndar sem kannaði Vöggustofuna Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins segir hafið yfir vafa að dvölin þar hafi haft áhrif á fólk. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða. Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur dag þar sem nefnd sem hefur kynnt sér vöggustofunnar greindi frá niðurstöðu skýrslu sinnar. Kjartan Björgvinsson, formaður nefndarinnar sagði hafið yfir vafa að vera á vöggustofunum hafði umtalsverð áhrif á líf þeirra sem dvöldu þar. Samkvæmt gögnum frá því í mars á þessu ári eru 13,6 prósent þeirra sem dvöldu einn mánuð eða lengur á vöggustofunum látist. Til samanburðar var dánartíðni einungis 8,4 prósent þegar allir Íslendingar fæddir 1949 til 1973 voru skoðaðir. Hægt er að lesa skýrslu nefndarinnar hér. Af þeim 793 börnum sem dvöldu á vöggustofum í einn mánuð eða lengur eru 272 skráð öryrkjar eða 34,3 prósent. Það er mun hærra hlutfall en meðal jafnaldra þeirra þar sem hlutfall örorku er 22,4 prósent. Þar að auki eru fyrrum vöggustofubörn einnig mun líklegri til að hafa orðið öryrkjar fyrir 48 ára aldur, 17 prósent samanborið við 8,6 prósent jafnaldra þeirra. Börnin alist upp í fábreyttu umhverfi Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði, fjallaði um aðstæður barna á vöggustofunum. Þarna hafi börn á fyrsta ári verið, upp í börn á fjórða ári. Hún útskýrði að á þeim tíma séu börn mjög næm. Umhverfið á vöggustofunum gat því haft mikil áhrif á þau. Þar að auki voru mörg börn vistuð þarna í marga mánuði, jafnvel nokkur ár. Skýrsla nefndarinnar hefur verið gerð aðgengileg og niðurstöður hennar kynntarHelena Rós Urður segir að umhverfið á vöggustofunum hafi verið fábreytt, það hafi einkennst af hvítum stofum og þá hafi starfsfólk yfirleitt verið í hvítum klæðum. Þá hafi verið lítið um leikföng fyrir börnin og þau fengið litla útiveru. Að mati Urðar hefur slíkt haft mikil áhrif á þroska barnanna. Heimsóknir til barnanna hafi einungis verið í gegnum gler. Í erindi sínu sagði Urður að slíkt geti orsakað tengslarof. Einnig nefndi hún að börnin hafi fengið maukaðan mat og þau mötuð óháð aldri. Það geti einnig haft áhrif á þroska þeirra. Ellý Þorsteinsdóttir, félagsráðgjafi, fjallaði um ástæðu þess að börn hafi verið vistuð á vöggustofunum. Ýmsar ástæður hafi verið fyrir vistun þeirra, en í mörgum tilfellum hafi ástæðan ekki verið skráð. Því óljóst um ástæðu veru margra barnanna á vöggustofunum. Meðlimir nefndarinnar ásamt borgarstjóra: Ellý Þorsteinsdóttir, Kjartan Björgvinsson, Urður Njarðvík, og Dagur B. EggertssonHelena Rós Leggja til að fólkið fái bætur Nefndin lagði til hugmyndir um viðbrögð stjórnvalda við þessum niðurstöðum. Á meðal hugmynda sem þau minntust á voru bótagreiðslur til þeirra sem dvöldu á vöggustofunum, og þá minntust þau einnig á geðheilbrigðis- og sálfræðiaðstoð til þessara einstaklinganna. Á fundinum var ekki rætt frekar um útfærslu þessara mögulegu aðgerða.
Börn og uppeldi Reykjavík Vöggustofur í Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira