Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Árni Sæberg skrifar 9. október 2023 09:25 Mennirnir tveir bjuggu í Drangahrauni 12 í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í ákærunni segir að Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Krefjast tuga milljóna króna Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Ákæruvaldið krefst þess að Talik verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins í síðasta mánuði. Hótaði að drepa meðleigjandann en ber fyrir sig sjálfsvörn Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn ákærði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski. Manndráp í Drangahrauni Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í ákærunni segir að Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Krefjast tuga milljóna króna Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Ákæruvaldið krefst þess að Talik verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins í síðasta mánuði. Hótaði að drepa meðleigjandann en ber fyrir sig sjálfsvörn Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn ákærði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.
Manndráp í Drangahrauni Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47
Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42
Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49