Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 19:47 Þrír voru fluttir á slysadeild vegna brunans, þar af einn í lífshættu. Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37