„Ég er ekki hrifinn af henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 11:01 Karina Konstantinova í leik með Valsliðinu í vetur en í fyrra var hún hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ. Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira