Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2023 11:38 Málið verður þingfest um miðjan nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Tvær konur af þremur eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Vísir/Arnar Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira