Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 11:15 Óvíst er hvað verður um laugar borgarinnar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva. Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva.
Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira