Anníe Mist stóð varla í lappirnar eftir eina æfinguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir gat skiljanlega varla staðið í lappirnar eftir að hafa snúið sér tíu sinnum í hringi standandi á höndum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir Rogue Invitational stórmótið sem fer fram 27. til 29. október næstkomandi. Anníe Mist sýnir fylgjendum sínum oft æfingarnar sýnar og þar er lítið slakað á. Anníe er enn í hópi þeirra bestu í heimi meira en fjórtán árum eftir hún keppti fyrst á heimsleikunum í CrossFit. Hún hefur haldið í við næstu kynslóð og skrifað með því CrossFit söguna sem sú fyrsta sem keppir á heimsleikum á þremur mismunandi áratugum. Sterk staða og vinsældir Anníe sjást meðal annars í því að henni er boðið á þetta frábæra mót í Texas í Bandaríkjunum. Æfingarnar hjá Anníe eru mismunandi eins og þær eru margar. Það er enginn vafi á því að þarna skiptir máli að vera óhrædd að takast á við áskoranir og þora að gera nýja hluti. Fyrir þá sem fylgjast með æfingum hennar sjá mörg dæmi um það þegar hún prófar nýja og mjög krefjandi hluti. Það er ekki nóg að vera sterkur og með gott úthald í nútíma CrossFit því fimleikarnir geta einnig gert CrossFit fólkinu grikk. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Handstaðan hefur reglulega poppað upp á leikunum undanfarið og þá í hinum ýmsu myndum. Anníe sýndi frá því um helgina að hún er tilbúin að takast á við það að ganga á höndum með alls konar útfærslu. Anníe stóð reyndar varla í lappirnar eftir eina æfinguna þar sem hún snéri sér í tíu hringi á höndum. Fyrir þá sem verða ringlaðir eftir að snúa sér í nokkra hringi uppistandandi geta rétt ímyndað sér hvað hausinn þeirra myndi hringsnúast eftir slíka æfingu. „Ég hafði ekki gert þetta í svo langan tíma en þegar ég var byrjuð þá gat ég bara ekki hætt. Ég trúi því ekki hvað er gaman að leika sér svona,“ skrifaði Anníe Mist við myndbandið. Hér fyrir ofan má sjá okkar konu gera umrædda æfingu. CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Anníe Mist sýnir fylgjendum sínum oft æfingarnar sýnar og þar er lítið slakað á. Anníe er enn í hópi þeirra bestu í heimi meira en fjórtán árum eftir hún keppti fyrst á heimsleikunum í CrossFit. Hún hefur haldið í við næstu kynslóð og skrifað með því CrossFit söguna sem sú fyrsta sem keppir á heimsleikum á þremur mismunandi áratugum. Sterk staða og vinsældir Anníe sjást meðal annars í því að henni er boðið á þetta frábæra mót í Texas í Bandaríkjunum. Æfingarnar hjá Anníe eru mismunandi eins og þær eru margar. Það er enginn vafi á því að þarna skiptir máli að vera óhrædd að takast á við áskoranir og þora að gera nýja hluti. Fyrir þá sem fylgjast með æfingum hennar sjá mörg dæmi um það þegar hún prófar nýja og mjög krefjandi hluti. Það er ekki nóg að vera sterkur og með gott úthald í nútíma CrossFit því fimleikarnir geta einnig gert CrossFit fólkinu grikk. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Handstaðan hefur reglulega poppað upp á leikunum undanfarið og þá í hinum ýmsu myndum. Anníe sýndi frá því um helgina að hún er tilbúin að takast á við það að ganga á höndum með alls konar útfærslu. Anníe stóð reyndar varla í lappirnar eftir eina æfinguna þar sem hún snéri sér í tíu hringi á höndum. Fyrir þá sem verða ringlaðir eftir að snúa sér í nokkra hringi uppistandandi geta rétt ímyndað sér hvað hausinn þeirra myndi hringsnúast eftir slíka æfingu. „Ég hafði ekki gert þetta í svo langan tíma en þegar ég var byrjuð þá gat ég bara ekki hætt. Ég trúi því ekki hvað er gaman að leika sér svona,“ skrifaði Anníe Mist við myndbandið. Hér fyrir ofan má sjá okkar konu gera umrædda æfingu.
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira