Sektuð um 3,5 milljón vegna rafrænnar vöktunar á gistiaðstöðu stúlkna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 12:49 Um fimmtíu eftirlitsmyndavélar eru í Laugardalshöll. Vísir/Arnar Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Íþrótta- og sýningarhöllina hf. um 3,5 milljónir króna vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll. Segir í úrskurði að brotið hafi verið á persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07