Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 16:12 Katrín Jakobsdóttir á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“ Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“
Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12
Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02