Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2023 16:05 Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Sigurjón Ólason Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Sandra María undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í Þjóðadeild Evrópu. Er þar um að ræða tvo heimaleiki, gegn Dönum á föstudaginn kemur og Þjóðverjum á þriðjudaginn í næstu viku. Tímabilinu hér heima er lokið og hefur Sandra María haldið sér við með því að æfa með 2. flokki karla heima á Akureyri. „Eftir að tímabilinu hér heima lauk byrjaði ég á því að taka mér viku í pásu,“ segir Sandra María í samtali við Vísi. „Ég er með pínu hnjask á hnénu og því var það best fyrir mig og landsliðið að ég myndi taka mér smá tíma í að jafna mig. Eftir það fékk ég að æfa með 2.flokki karla fyrir norðan. Það hjálpaði mér mikið og er sennilega eitthvað sem ég mun gera meira með áfram. Svo fer meistaraflokkur Þór/KA náttúrulega að koma aftur saman fljótlega. Ég tel það bara gott fyrir mig persónulega sem og landsliðið að ég fái að æfa aðeins áfram með strákunum, þar sem að ég hef minni tíma á boltanum er æfi með sterkari leikmönnum. Ég held að ég geri það.“ Sandra María átti skínandi gengi að fagna á síðasta tímabili með Þór/KA þar sem að hún skoraði meðal annars átta mörk í nítján leikjum og var með betri leikmönnum deildarinnar. Núna eru margir orðrómar á kreiki varðandi þína framtíð. Hvernig horfir framtíðin við þér? Eru lið að bera í þig vígjurnar? „Þetta er þessi tímapunktur árs þar sem allir eru að pæla í því hvað maður ætlar að gera, hver stefnan sé. Það er eðlilegt. Ég að sjálfsögðu verð að skoða alla þessa hluti vel og taka alla anga með í jöfnuna. Sjá hvað sé best fyrir mig og mína fjölskyldu að gera. Ég byrja bara á því að skoða hvað sé í boði, vega og meta alla kosti og galla við hvert tilboð sem kemur upp á borðið. Svo verð ég að taka sameiginlega ákvörðun með fjölskyldunni.“ Þannig að þú finnur fyrir klárum áhuga frá öðrum liðum á að fá þig til liðs við sig? „Já ég hef alveg fundið fyrir smá áhuga núna og er einnig að vinna með mínum umboðsmanni að því að skoða kosti erlendis. Þannig að maður er bæði að skoða kosti hérna heima en líka fyrir utan landssteinana. Maður er bara algjörlega með opna bók og opinn hug fyrir öllu. Skoða allt sem kemur upp á borðið.“ Klippa: Sandra María að skoða kosti hérlendis sem og erlendis
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira