Voru boðnar 100 þúsund krónur í bætur Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 07:02 Kristján taldi sem starfið væri skrifað fyrir sig. Og ólíklegt að nokkur hefði betri reynslu en einmitt hann til að sinna starfinu. Það átti hins vegar eftir að koma á daginn að það var enginn áhugi fyrir því að fá hann um borð. aðsend Kristján Logason telur sig illa sviðinn eftir samskipti við hið opinbera. Hann sótti um starf sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsti laust til umsóknar en fékk ekki. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hvað upp þann dóm að ólöglega hafi verið staðið að ráðningunni og þar við situr. Í bréfi sem Jónas Birgir Jónasson lögmaður ritar fyrir hönd Embættis ríkislögmanns og Vísir hefur undir höndum er lagt til „að málinu verði lokið með greiðslu bóta að upphæð 100.000 kr. auk lögmannskostnaðar vegna 7 klst. vinnu sem taki mið af viðmiðunargjaldi embættisins.“ Þetta þykir Kristjáni nöturlegt og niðurlægjandi. „Í bréfinu var beinlínis ítrekað að ég sem karlmaður hefði aldrei fengið starfið og að reynsla og kunnátta skipti engu máli,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Auglýst eftir ljósmyndara Þegar starfið var auglýst taldi Kristján sig himinn höndum hafa tekið. Það hefði verið eins og skrifað fyrir hann. Upprunalega auglýsingin vegna starfsins er svona: Kristján segir að þetta hafi verið að hausti 2019. „Ég taldi mig eiga nokkuð góða möguleika, vegna reynslu og fyrri starfa, á því að komast í stöðu þar sem nám mitt og reynsla í ljósmyndun fengju að njóta sín. Ljósmyndun af safngestum. Ljósmyndun af safnhlutum sem og stafræn yfirfærsla og gæðaeftirlit var það sem helst skyldi vinna. Allt hlutir sem ég hafði unnið að bæði hér heima sem og fyrir National biblioteket í Noregi og ljósmyndasafnið í Sogn og Fjordane í Noregi.“ Kristján segir að í hans huga séu fáir ef nokkrir hér heima sem hafi viðlíka reynslu og hann sjálfur til að sinna slíku verki. Og hann bjóst við því að hann myndi í það minnsta komast í viðtal. En það átti eftir að koma í ljós að áhugi háskólans á því að fá Kristján til starfa var enginn. Ráðningin dæmd ólögleg Mikill áhugi reyndist á starfinu en alls bárust 65 umsóknir, 39 frá konum og 26 frá körlum. Þrjár konur voru boðaðar í starfsviðtal og var í framhaldinu ákveðið að bjóða einni þeirra starfið, sem hún þáði. Kristján segir að hann hafi ekki séð önnur ráð en að kæra málið til úrskurðarnefndar jafnréttismála. Í vörnum háskólans er áréttað að ekki sé eftir ljósmyndara heldur tekið fram að um starf ófagmenntaðs starfsmanns sé að ræða og engar kröfur gerðar um menntun eða reynslu. Kristján segist sjaldan hafa orðið eins móðgaður á ævinni og þegar hann fékk bréfið frá Ríkislögmanni en þar var lagt til að honum yrðu greiddar hundrað þúsund krónur í bætur og málinu væri þar með lokið. Kristján segist ekki vera í þessu peninganna vegna heldur réttlætisins - þessi tillaga hafi verið yfirgengileg,aðsend Með ráðingunni hafi verið ætlunin að auka afköst á myndastofunni í stafrænni myndun safnaefnis. Og fyrir væru tveir starfsmenn, karlar í 100 prósent starfi. Engin þörf væri á einstaklingi með menntun á sviði ljósmyndunar. Starfið feli í sér rútínu við skönnun og skráningu og þurfi starfsfólk myndastofu að vera sjálfu sér nægt. Í raun hafi ætlunin alltaf verið sú að ráða konu. Þessi úrskurður féll 2021 og þar er komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á Kristjáni. Þar kemur jafnframt fram að Kristján eigi kröfu á bótum vegna þessa. En þá fyrst byrjaði ballið að sögn Kristjáns. „Ég fór milli Pontíusar og Pílatusar í þeirri viðleitni að ná fram kurteislegri lendingu í málinu. Þar sem ég hafði ekki komið til greina í starfið vegna þess að ég er með typpi. En samningsviljinn var enginn.“ Allsstaðar voru svörin þau sömu; það var í raun ekki verið að auglýsa eftir ljósmyndara eða stafrænni skráningu gagna heldur væri þetta starf sem krefðist engrar sérþekkingar nema þeirrar sem viðkomandi myndi læra á leiðinni. Neyddur til að fara í mál Kristján, sem starfar nú sem leiðsögumaður, segist jafnréttissinni en honum er illa brugðið því hann fær ekki séð að jafnréttindi eigi að virka svona. En svo virðist sem þau séu bara í aðra áttina. „Svar ríkislögmanns er með þvílíkum ósköpum að ég hef sjaldan orðið eins móðgaður og þegar svarbréf frá honum barst. Í því var beinlínis ítrekað að ég sem karlmaður hefði aldrei fengið starfið og að reynsla og kunnátta skipti engu máli. Karlar megi ekki brjóta á konum en konur megi brjóta á körlum! Vegna þessa á ég þann einn kostinn að höfða mál og fara í kæruferli.“ Kristján segir að í stað þess að njóta síðustu ára starfsævinnar í vinnu við það sem hann kann best sé hann tilneyddur að eyða bæði tíma og peningum í jafnréttisbaráttu til handa körlum og þeim sem lært hafa að því er virðist þann einskis nýta lærdóm, ljósmyndun. Jafnréttismál Háskólar Ljósmyndun Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í bréfi sem Jónas Birgir Jónasson lögmaður ritar fyrir hönd Embættis ríkislögmanns og Vísir hefur undir höndum er lagt til „að málinu verði lokið með greiðslu bóta að upphæð 100.000 kr. auk lögmannskostnaðar vegna 7 klst. vinnu sem taki mið af viðmiðunargjaldi embættisins.“ Þetta þykir Kristjáni nöturlegt og niðurlægjandi. „Í bréfinu var beinlínis ítrekað að ég sem karlmaður hefði aldrei fengið starfið og að reynsla og kunnátta skipti engu máli,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Auglýst eftir ljósmyndara Þegar starfið var auglýst taldi Kristján sig himinn höndum hafa tekið. Það hefði verið eins og skrifað fyrir hann. Upprunalega auglýsingin vegna starfsins er svona: Kristján segir að þetta hafi verið að hausti 2019. „Ég taldi mig eiga nokkuð góða möguleika, vegna reynslu og fyrri starfa, á því að komast í stöðu þar sem nám mitt og reynsla í ljósmyndun fengju að njóta sín. Ljósmyndun af safngestum. Ljósmyndun af safnhlutum sem og stafræn yfirfærsla og gæðaeftirlit var það sem helst skyldi vinna. Allt hlutir sem ég hafði unnið að bæði hér heima sem og fyrir National biblioteket í Noregi og ljósmyndasafnið í Sogn og Fjordane í Noregi.“ Kristján segir að í hans huga séu fáir ef nokkrir hér heima sem hafi viðlíka reynslu og hann sjálfur til að sinna slíku verki. Og hann bjóst við því að hann myndi í það minnsta komast í viðtal. En það átti eftir að koma í ljós að áhugi háskólans á því að fá Kristján til starfa var enginn. Ráðningin dæmd ólögleg Mikill áhugi reyndist á starfinu en alls bárust 65 umsóknir, 39 frá konum og 26 frá körlum. Þrjár konur voru boðaðar í starfsviðtal og var í framhaldinu ákveðið að bjóða einni þeirra starfið, sem hún þáði. Kristján segir að hann hafi ekki séð önnur ráð en að kæra málið til úrskurðarnefndar jafnréttismála. Í vörnum háskólans er áréttað að ekki sé eftir ljósmyndara heldur tekið fram að um starf ófagmenntaðs starfsmanns sé að ræða og engar kröfur gerðar um menntun eða reynslu. Kristján segist sjaldan hafa orðið eins móðgaður á ævinni og þegar hann fékk bréfið frá Ríkislögmanni en þar var lagt til að honum yrðu greiddar hundrað þúsund krónur í bætur og málinu væri þar með lokið. Kristján segist ekki vera í þessu peninganna vegna heldur réttlætisins - þessi tillaga hafi verið yfirgengileg,aðsend Með ráðingunni hafi verið ætlunin að auka afköst á myndastofunni í stafrænni myndun safnaefnis. Og fyrir væru tveir starfsmenn, karlar í 100 prósent starfi. Engin þörf væri á einstaklingi með menntun á sviði ljósmyndunar. Starfið feli í sér rútínu við skönnun og skráningu og þurfi starfsfólk myndastofu að vera sjálfu sér nægt. Í raun hafi ætlunin alltaf verið sú að ráða konu. Þessi úrskurður féll 2021 og þar er komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á Kristjáni. Þar kemur jafnframt fram að Kristján eigi kröfu á bótum vegna þessa. En þá fyrst byrjaði ballið að sögn Kristjáns. „Ég fór milli Pontíusar og Pílatusar í þeirri viðleitni að ná fram kurteislegri lendingu í málinu. Þar sem ég hafði ekki komið til greina í starfið vegna þess að ég er með typpi. En samningsviljinn var enginn.“ Allsstaðar voru svörin þau sömu; það var í raun ekki verið að auglýsa eftir ljósmyndara eða stafrænni skráningu gagna heldur væri þetta starf sem krefðist engrar sérþekkingar nema þeirrar sem viðkomandi myndi læra á leiðinni. Neyddur til að fara í mál Kristján, sem starfar nú sem leiðsögumaður, segist jafnréttissinni en honum er illa brugðið því hann fær ekki séð að jafnréttindi eigi að virka svona. En svo virðist sem þau séu bara í aðra áttina. „Svar ríkislögmanns er með þvílíkum ósköpum að ég hef sjaldan orðið eins móðgaður og þegar svarbréf frá honum barst. Í því var beinlínis ítrekað að ég sem karlmaður hefði aldrei fengið starfið og að reynsla og kunnátta skipti engu máli. Karlar megi ekki brjóta á konum en konur megi brjóta á körlum! Vegna þessa á ég þann einn kostinn að höfða mál og fara í kæruferli.“ Kristján segir að í stað þess að njóta síðustu ára starfsævinnar í vinnu við það sem hann kann best sé hann tilneyddur að eyða bæði tíma og peningum í jafnréttisbaráttu til handa körlum og þeim sem lært hafa að því er virðist þann einskis nýta lærdóm, ljósmyndun.
Jafnréttismál Háskólar Ljósmyndun Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira