Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 09:59 Nokkur fjöldi fólks hefur tekið sér stöðu gegnt Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. vísir/Vilhelm Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. „Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
„Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49