Sameining framhaldsskóla sett á ís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 15:41 Frá mótmælum nemenda MA á Akureyri í september. Þeim leyst ekkert á sameiningaráformin. Skólafélag MA Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu. Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu.
Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01