Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2023 20:30 Kristinn Harðarson segir starfsfólki eðlilega brugðið. Það sé vel upplýst. Vísir/Einar Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. „Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56
„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04