Hlakkar alls ekki í Þorvaldi í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 22:27 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira