Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 18:17 Ekki er víst hvort umfangsmiklar aðgerðir muni bera árangur, þó telur forsætisráðherra mikilvægt að bregðast við. Vísir/Vilhelm „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56