„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 21:25 Hannes S. Jónsson segir að ekki sé hægt að fara eftir reglubókinni á tímum sem þessum. Stöð 2 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur leika í Subway-deildunum í körfubolta. Kvennaliðið á heimaleik gegn Þór Akureyri á laugardag en karlaliðið útileik gegn Hamri frá Hveragerði á föstudagskvöld. Ljóst er að liðin geta hvorki æft né spilað í nýju íþróttahúsi í Grindavík næstu vikurnar. „Þetta er eitthvað sem er ekki í reglubókinni góðu. Við erum í rauninni að taka dag fyrir dag og leyfðum helginni að líða. Númer eitt, tvö og þrjú er að leyfa Grindvíkingum að reyna ná áttum, eins og hægt var. Við vorum í góðu sambandi við körfuknattleiksdeildina og formann Grindavíkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú núna um helgina.“ „Í dag erum við að reyna sjá hvernig næstu dagar geta farið. Mótahaldið okkar er stórt, Grindavík er risastór körfuknattleiksdeild með fullt af iðkendum. Held við getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi. Verður reynt að finna einhvern flöt hvernig við getum haldið áfram en það verður gert í samráði við Grindvíkinga og hvernig Grindvíkingar vilja gera það.“ „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við.“ „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna,“ sagði Hannes að endingu. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti UMF Grindavík Eldgos og jarðhræringar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira