Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 10:55 Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsengi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd. Verkís Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira