Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 12:05 Lögregla vaktar nú Grindavíkurbæ allan sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10