Sagður nota hvert tækifæri til að auðgast persónulega Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 13:01 George Santos er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna umfangsmikilla ósanninda hans. AP/J. Scott Applewhite Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að nefndin hafi safnað umfangsmiklum vísbendingum um að Santos hafi brotið lög og að þau gögn hefðu verið send til dómsmálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir einnig berum orðum að Santos sé ekki treystandi. Nefndin segir Santos, sem er þingmaður fyrir Repúblikanaflokkin frá New York, hafa vísvitandi sent rangar upplýsingar til kosningastjórnar Bandaríkjanna, notað kosningasjóði sína í einkaþágu og brotið siðferðisreglur þingsins varðandi hagsmunaskrá. Meðal þess sem nefndin tók til skoðunar var það að Santos varði 2.281 dal í hótelgistingar í Atlantic City og í einu tilfelli varði hann 1.400 dölum á snyrtistofu þar sem útgjaldaliðurinn var merktur sem „Botox“. Nefndin segir einnig að margvísleg fjárútlát úr kosningasjóðum hans hafi verið skráð á dögum sem hann var í fríi frá kosningabaráttunni og í einu tilfelli þegar hann var í brúðkaupsferð. Þá var tekið til skoðunar hvernig dularfullt félag frá Flórída sme heitir RedStone Strategies LLC hafi verið notað til að flytja peninga sem aflað var til kosningabaráttu, í persónulega sjóði Santos. Hann notaði þessa peninga meðal annars til að greiða kredikortaskuldir og á Only Fans, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi „Santos notaði hvert tækifæri til að nýta framboð sitt til þings til að auðgast persónulega," segir í skýrslunni. Þar segir einni að hann hafi verið ósamvinnufús og neitað að svara spurningum. Þess vegna hafi reynst erfitt að sannreyna hvort fjárútlát úr kosningasjóðum hafi verið réttmæt eða ekki. Ákærður fyrir svik Santos var ákærður fyrr á árinu fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var upprunalega ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Ákæruliðunum var svo fjölgað seinna. Í grófum dráttum er hann sakaður um að svíkja fé frá bakhjörlum sínum, nota það fé í einkaþágu, fengið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vann hjá fjárfestingafélagi með 120 þúsund dali í laun á ári (um sautján milljónir króna) og fyrir að hafa logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóði. Konan sem hélt utan um bókhald Santos játaði nýverið að hafa framið fjársvik og aðra glæpi. Þá játaði aðstoðarmaður Santos einnig nýverið að hafa framið fjársvik og að hafa þóst vera innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum til að plata fólk til að gefa peninga í kosningasjóði Santos. Sjá einnig: Aðstoðarmaður lynga þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Santos sjálfur fordæmdi skýrsluna á samfélagsmiðlum í gær. Í langri færslu á X (áður Twitter) skrifaði hann að ef meðlimir siðferðisnefndarinnar hefðu vott af siðferðiskennd, hefðu þeir ekki birt skýrsluna. Þingmaðurinn kallaði skýrsluna hlutdræga og sagði meðlimi nefndarinnar hafa lagt mikið á sig til að sverta mannorð sitt. „Þetta er viðbjóðsleg pólitísk árás sem sýnir hversu lágt yfirvöld okkar hafa sokkið,“ skrifaði Santos. Hann sagði alla sem komu að skýrslunni eiga að skammast sín. Í annarri færslu sagði Santos að undanfarið ár hefði líf hans verið algjört helvíti en hann ætlaði þó ekki að hætta að berjast fyrir því sem hann trúi á. Hann sagði pólitíkina í Bandaríkjunum vera viðbjóðslega og sakaði siðferðisnefndina um að hafa gert sér mikinn óleik og haft mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í komandi réttarhöldum gegn honum. Réttindi hans hefði verið tröðkuð. My year from Hell.Running for office was never a dream or goal, but when the opportunity to do so came I felt the time to serve my country was now.Looking back today I know one thing, politics is indeed dirty, dirty from the very bottom up. Consultants, operatives, the — George Santos (@MrSantosNY) November 17, 2023 Eftir að hann var ákærður, lögðu aðrir þingmenn fram tillögu um að vísa Santos af þingi. Sú tillaga var þó ekki samþykkt þegar þingmenn greiddi atkvæði um hana. Nú hafa aðrir þingmenn þó lagt fram nýja tillögu um að víkja honum af þingi. Sú tillaga verður ekki tekin fyrir á þingi fyrr en eftir að þingmenn snúa aftur úr fríi eftir þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er þann 23. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira