Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 14:06 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?