Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2023 17:20 Kort Veðurstofu Íslands af hættusvæði í kringum Grindavík vegna jarðhræringa. Veðurstofa Íslands Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og fram hefur komið er kvika enn á grunnu dýpi undir og í grennd við bæinn. Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að líklegasta sviðsmyndin sé enn sú að komi til eldgoss muni gjósa nærri Hagafelli austan Þorbjörns. Í tilkynningu Veðurstofu vegna uppfærðs hættumatskorts kemur fram að hættusvæðið hafi verið stækkað út frá nýjum gervitunglamyndum. Þær eru af Svartsengi og kvikuganginum en einnig voru tekin til greina gögn sem voru til umræðu í morgun á fundi almannavarna, sérfræðinga Veðurstofunnar og Háskóla Íslands. Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu. Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa kortið til hliðsjónar í skipulagninu fyrir svæðið. Áður hefur komið fram á vef Veðurstofunnar að gögnin sýni breytingar sem orðið hafa frá 18. til 19. nóvember. Þar megi sjá skýr merki um landris í Svartsengi á sömu slóðum og landris hafði áður mælst áður en kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Eins og fram hefur komið er kvika enn á grunnu dýpi undir og í grennd við bæinn. Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að líklegasta sviðsmyndin sé enn sú að komi til eldgoss muni gjósa nærri Hagafelli austan Þorbjörns. Í tilkynningu Veðurstofu vegna uppfærðs hættumatskorts kemur fram að hættusvæðið hafi verið stækkað út frá nýjum gervitunglamyndum. Þær eru af Svartsengi og kvikuganginum en einnig voru tekin til greina gögn sem voru til umræðu í morgun á fundi almannavarna, sérfræðinga Veðurstofunnar og Háskóla Íslands. Hættusvæðin eru þrjú eins og sjá má á kortinu. Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa kortið til hliðsjónar í skipulagninu fyrir svæðið. Áður hefur komið fram á vef Veðurstofunnar að gögnin sýni breytingar sem orðið hafa frá 18. til 19. nóvember. Þar megi sjá skýr merki um landris í Svartsengi á sömu slóðum og landris hafði áður mælst áður en kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Grindvíkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi. 20. nóvember 2023 12:25