Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 08:52 Lífeyrissjóðir kanna nú hvort hægt sé að aðstoða Grindvíkinga betur sem eru með húsnæðislán sín í lífeyrissjóðunum. Vísir/Vilhelm Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. Landssamtök lífeyrissjóða vinna nú að því að kanna hvernig þeir geta, innan ramma laganna, tekið þátt í því að mæta erfiðum aðstæðum heimila og fjölskyldna í Grindavík. Formenn verkalýðsfélaga í Grindavík gagnrýndu það fyrr í vikunni að lífeyrissjóðirnir byðu ekki sömu kjör og aðrar lánastofnanir til þeirra Grindvíkinga sem eru með húsnæðislánin sín hjá lífeyrissjóði. Þar kom fram að um væri að ræða um hundrað húsnæðislán. Í tilkynningu frá landssamtökunum segir að lífeyrissjóðirnir hafi þegar tryggt tímabundið greiðsluskjól vegna sjóðfélagalána og á meðan það stendur frestast án viðurlaga, greiðsla afborgana, vaxta og verðbóta. Þar kemur enn fremur fram að ákvörðun bankanna um að fella niður vexti og verðbætur til þriggja mánaða vegna húsnæðislána hafi verið kynnt sem hluti af heildstæðri lausn og hafi verið með aðkomu stjórnvalda. „Lífeyrissjóðir voru ekki hafðir með í ráðum vegna þessa samkomulags og ljóst að vinna þarf á breiðum grunni með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins að því að kanna hvaða lausnir koma til greina af hálfu lífeyrissjóða. Þetta samtal hefur ekki átt sér stað,“ segir í tilkynningu landssamtakanna og að unnið verði að lausn með aðkomu lífeyrissjóða næstu daga. Lífeyrissjóðir Grindavík Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða vinna nú að því að kanna hvernig þeir geta, innan ramma laganna, tekið þátt í því að mæta erfiðum aðstæðum heimila og fjölskyldna í Grindavík. Formenn verkalýðsfélaga í Grindavík gagnrýndu það fyrr í vikunni að lífeyrissjóðirnir byðu ekki sömu kjör og aðrar lánastofnanir til þeirra Grindvíkinga sem eru með húsnæðislánin sín hjá lífeyrissjóði. Þar kom fram að um væri að ræða um hundrað húsnæðislán. Í tilkynningu frá landssamtökunum segir að lífeyrissjóðirnir hafi þegar tryggt tímabundið greiðsluskjól vegna sjóðfélagalána og á meðan það stendur frestast án viðurlaga, greiðsla afborgana, vaxta og verðbóta. Þar kemur enn fremur fram að ákvörðun bankanna um að fella niður vexti og verðbætur til þriggja mánaða vegna húsnæðislána hafi verið kynnt sem hluti af heildstæðri lausn og hafi verið með aðkomu stjórnvalda. „Lífeyrissjóðir voru ekki hafðir með í ráðum vegna þessa samkomulags og ljóst að vinna þarf á breiðum grunni með stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins að því að kanna hvaða lausnir koma til greina af hálfu lífeyrissjóða. Þetta samtal hefur ekki átt sér stað,“ segir í tilkynningu landssamtakanna og að unnið verði að lausn með aðkomu lífeyrissjóða næstu daga.
Lífeyrissjóðir Grindavík Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira