Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:00 Lucie Martinsdóttir Stefanikova með barnið sitt í lyftingarsalnum. @lucie_martins_lifts Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi. Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts) Lyftingar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts)
Lyftingar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira