Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira