Veruleg fjölgun þeirra sem þurfa að sækja þungunarrof í öðru ríki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:32 Aðgengi kvenna að þungunarrofi hefur verið takmarkað verulega í Bandaríkjunum í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar. Getty Konum sem ferðast milli ríkja í Bandaríkjunum til að gangast undir þungunarrof hefur fjölgað verulega frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Fjöldi ríkja hefur í kjölfarið takmarkað mjög aðgengi kvenna að þungunarrofi. Árið 2020 leitaði ein af hverjum tíu konum eftir þungunarrofsþjónustu utan síns heimaríkis en á þessu ári var það ein af hverjum fimm. Í Illinois, þar sem þjónustan hefur verið tryggð í stjórnarskrá ríkisins, fjölgaði skjólstæðingum utan ríkis úr 21 prósenti árið 2020 í 42 prósent í ár. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Guttmacher Institute. Þungunarrof er nú næstum alfarið bannað í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og þeir sem veita þjónustuna í Illinois hafa til að mynda séð gríðarlega fjölgun skjólstæðinga frá Missouri, Tennessee og Arkansas. Samkvæmt skýrslu Guttmacher fjölgaði þungunarrofum í Kansas, sem nú þjónar einnig skjólstæðingum frá Texas, um 79 prósent á þessu ári. Meirihluti þeirra sem sóttu þungunarrof í ríkinu bjuggu í öðru ríki. Guardian fjallar ítarlega um málið og segir þá sem enn veita þjónustuna óttast að geta ekki annað eftirspurninni, eftir því sem fleiri og fleiri ríki þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. Í Flórída eru til að mynda lög í skoðun sem myndu banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Á fyrstu sex mánuðum ársins ferðuðust nærri 4.000 konur til Flórída til að gangast undir þungunarrof. Ef fyrrnefnd lög taka gildi munu bæði konur sem búa í ríkinu og þær sem hafa leitað þangað utan ríkis þurfa að ferðast langt norður eftir til að sækja þjónustuna. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Jafnréttismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur í kjölfarið takmarkað mjög aðgengi kvenna að þungunarrofi. Árið 2020 leitaði ein af hverjum tíu konum eftir þungunarrofsþjónustu utan síns heimaríkis en á þessu ári var það ein af hverjum fimm. Í Illinois, þar sem þjónustan hefur verið tryggð í stjórnarskrá ríkisins, fjölgaði skjólstæðingum utan ríkis úr 21 prósenti árið 2020 í 42 prósent í ár. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Guttmacher Institute. Þungunarrof er nú næstum alfarið bannað í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og þeir sem veita þjónustuna í Illinois hafa til að mynda séð gríðarlega fjölgun skjólstæðinga frá Missouri, Tennessee og Arkansas. Samkvæmt skýrslu Guttmacher fjölgaði þungunarrofum í Kansas, sem nú þjónar einnig skjólstæðingum frá Texas, um 79 prósent á þessu ári. Meirihluti þeirra sem sóttu þungunarrof í ríkinu bjuggu í öðru ríki. Guardian fjallar ítarlega um málið og segir þá sem enn veita þjónustuna óttast að geta ekki annað eftirspurninni, eftir því sem fleiri og fleiri ríki þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs. Í Flórída eru til að mynda lög í skoðun sem myndu banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu. Á fyrstu sex mánuðum ársins ferðuðust nærri 4.000 konur til Flórída til að gangast undir þungunarrof. Ef fyrrnefnd lög taka gildi munu bæði konur sem búa í ríkinu og þær sem hafa leitað þangað utan ríkis þurfa að ferðast langt norður eftir til að sækja þjónustuna.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Jafnréttismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira