Mikið álag á nýju leigutorgi fyrir Grindvíkinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 21:01 Leigurogið var opnað klukkan tvö í dag. Vísir/Ívar Fannar Leigutorg fyrir Grindvíkinga var opnað síðdegis og 150 íbúðir hafa verið skráðar þar til leigu. Fjármálaráðherra segir brýnt að kortleggja húsnæðisþörf Grindvíkinga og tryggja þeim skjól. Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“ Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Leigutorgið svokallaða opnaði klukkan 14 í dag og er þar að finna 150 íbúðir sem ætlaðar eru Grindvíkingum til leigu. Íbúðirnar er flestar að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. „Þetta er liður í því að mæta þörfum Grindvíkinga, til viðbótar við það sem áður hefur verið kynnt varðandi kaup á íbúðum, en líka við leigustyrk, launastuðning og aðra þætti. Þetta er mikilvægt skref sem við vonumst til að geta gengið frá sem allra, allra fyrst,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Eru þetta aðallega íbúðir á vegum Bjargs eða líka í einkaeigu? „Þetta er samblanda af íbúðum á lausu. Við sendum út auglýsingu fyrir viku síðan og óskuðum eftir íbúðum sem væri hægt að taka á leigu og þetta er útkoman,“ segir Þórdís. „Við erum að reyna að gera þetta eins hratt og mögulegt er en líka þannig að það hafi sem minnst skaðleg áhrif á ríkissjóð varðandi lántökur og aðra slíka hluti. Þetta er skilvirkt og vonandi eins hagkvæmt og mögulegt er en fyrst og síðast til að mæta þörfum Grindvíkinga, þannig að þau hafi skýr svör um hvar þau geti verið á næstu vikum og mánuðum.“ Mjög mikil ásókn var á leigusíðuna í dag, sérstaklega fyrsta korterið en þá var varla hægt að komast inn á síðuna. „Þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er fólk sem er að bíða eftir svörum um sína framtíð þannig að það auðvitað leggur það á sig að vera snöggt til.“
Grindavík Húsnæðismál Leigumarkaður Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46 Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Leigutorg opnað fyrir Grindvíkinga Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 8. desember 2023 13:46
Setja á fót leigutorg aðeins ætlað Grindvíkingum Stjórnvöld leita nú að leiguhúsnæði fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eigendum fasteigna gefst nú kostur á að skrá íbúð sína til leigu á sérstöku leigutorgi sem eingöngu er ætlað Grindvíkingum. 2. desember 2023 14:44