Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 11:10 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent