Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir gat ekki keppt en nýtt ferðina til Ástralíu samt vel. @sarasigmunds Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira