Keppnisferð Söru breyttist í mikla ævintýraferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir gat ekki keppt en nýtt ferðina til Ástralíu samt vel. @sarasigmunds Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Sara Sigmundsdóttir hafi gert gott úr ferðinni til Ástralíu þrátt fyrir mótlæti og enn ein vonbrigðin. Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Sara flaug hálfan hnöttinn og alla leið til Ástralíu til að keppa á Down Under Championship mótinu sem fór fram á dögunum. Ekkert varð þó af því að hún keppti þar. Sara var mætt snemma út og ætlaði að stimpla sig aftur inn eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á Rouge Invitational mótinu og ekki náð að komast inn á heimsleikana síðasta haust. Mótlæti og meiðsli hafa herjað á okkar konu síðustu árum eða allar götur síðan hún sleit krossband rétt fyrir 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Í undirbúningi sínum fyrir mótið í Wollongong í New South Wales þá fór Sara hins vegar að finna til óþæginda þegar hún hljóp og þetta ágerðist meira og meira. Á endanum var það eina skynsamlega í stöðunni að hætta við keppni og reyna að ná sér góðri fyrir komandi tímabil. Sara hefur ekki verið með á heimsleikunum þrjú undanfarin ár og þarf að mæta heil inn í komandi CrossFit tímabil ef hún ætlar að ná að breyta þeirri svekkjandi þróun hjá sér. Sara skrifaði póst um þessa erfiðuðu ákvörðun þar sem hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hafi öðrum fremur haldið henni gangandi á þessum þremur vonbrigðaárum. Ef Sara er þekkt fyrir eitthvað þá er það að halda alltaf áfram og sjá það jákvæða og góða út úr öllu. Hún breytti því keppnisferð sinni til Ástralíu í mikla ævintýraferð. Þeir sem eru á leið til Ástralíu á næstunni ættu þannig að geta fengið góðar leiðbeiningar frá okkar konu. Sara sagði frá öllum ævintýrastöðunum sem hún heimsótti í pistli á samfélagmiðlum. „Af því að ég náði ekki að keppa á Down Under mótinu þá ákvað ég í staðinn að merkja við fullt af stöðum af lífsóskalistanum yfir þau ævintýri sem mig dreymdi um að upplifa í Ástralíu,“ skrifaði Sara. „Þetta var miklu meira en stórkostlegt. Nú er ég á leiðinni til Dúbæ til að skipuleggja endurhæfingu mína með hinum einum og sanna Nik,“ skrifaði Sara og er þar að tala um Nik Jordan hjá Momentum. „Hér eru nokkrir af þeim ótrúlegu stöðum sem ég heimsótti í síðustu viku ef þú ert að hugsa um að finna þér staði í Ástralíu á lífsóskalistann þinn,“ skrifaði Sara. Það má sjá listann hennar hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira