Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 20. desember 2023 07:08 Fyrir aðeins tveimur dögum var útlit fyrir að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. Úlfar segir stöðuna gjörbreytta. Vísir/Baldur Hrafnkell Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. „Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira