Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir grannt fylgst með vendingu mála á Reykjanesi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á upplýsingafundi almannavarna í dag. Katrín sagði að áfram verði töluverð óvissa uppi um búsetu í Grindavík næstu vikurnar og því verði lagt til að húsnæðisstyrkurinn yrði framlengdur. Ríkisstjórnin kynnti sérstakan stuðning við Grindvíkinga þann 24. nóvember síðastliðinn. Aðgerðirnar, sem runnu auðveldlega í gegnum Alþingi, fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þá sagði að stuðningurinn yrði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur yrði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem færi stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert væri ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi gæti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Bríet keypt áttatíu íbúðir Þá var hluti aðgerðanna kaup leigufélaganna Bríetar, sem er í eigu ríkisins, og Bjargs, sem er í eigu stéttarfélaga, á íbúðum sem leigðar yrðu Grindvíkingum. Katrín tilkynnti í dag að Bríet hefði þegar keypt áttatíu íbúðir og að unnt verði að flytja inn í sjötíu þeirra fyrir jól. Þá hafi Bjarg keypt sjö íbúðir. Húsnæðismálin helsta áhyggjuefnið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði á upplýsingafundinum að Grindvíkingum liði misvel vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Húsnæðismálin væru helsta áhyggjuefni þeirra og því fagni hann því að húsnæðisstuðningurinn verði framlengdur. Of margar grindvískar fjölskyldur búi nú í húsnæði sem henti þörfum þeirra illa. Þá sagði hann gott að stuðningur verði í gildi út veturinn þar sem gert sé ráð fyrir því að skólastarf verði ekki hafið á ný í Grindavík á þessu skólaári. Því muni ekki þurfa að flytja börn úr bænum og í skóla annars staðar. Fundinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29 „Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00 Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. 20. desember 2023 13:29
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. 20. desember 2023 11:00
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. 20. desember 2023 10:24
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. 20. desember 2023 10:59